Skip to main content

Sérfæði

Matartíminn á að vera fyrir alla, líka þá sem eru með sérþarfir þegar kemur að mataræði. Eldhúsin okkar eru hnetulaus og við bjóðum eingöngu upp á laktósafríar mjólkurvörur enda er það kappsmál okkar að allir fái að sitja við sama borð og njóta samskonar máltíða.

Það er einfalt og þægilegt fyrir skóla og leikskóla að óska eftir sérfæði. Við vinnum úr þeim upplýsingum við val á hráefni og högum matreiðslunni að þörfum hvers barns fyrir sig.

Ofnæmi og óþol

Hér er um viðkvæman hóp að ræða og því mikilvægt að vanda til verka við matseldina. Með því að skipta út hráefni getur sami réttur orðið að máltíð fyrir alla í matsalnum.

Ef sósan á matseðlinum inniheldur mjólk eða glúten sem sumir þola illa þá er Matartíminn með mjólkur og glúteinlausa sósu í boði. Ef kjöt eða fiskur eru á bannlista þá leitum við uppi aðra prótíngjafa.

Fisk- og grænkerar

Matartíminn býður upp á viðeigandi valkosti fyrir þá grænkera og fiskiætur (vegan eða pescatarian). Séu kjötbollur á matseðli ásamt sósu, kartöflum og grænmeti þá framreiðum við sama meðlæti með grænmetisbollum fyrir þá sem ekki borða kjöt.

Matartíminn er í eigu Sölufélags Garðyrkjumanna

Close Menu

Opnunartími Matartímans er sem hér segir:
Mánudaga til Föstudaga : 08:00 til 16:00

Ef þig vantar frekari upplýsingar þá skaltu endilega
hafa samband við okkur.

Matartíminn
Brúarvogi 2,
104 Reykjavík

570 8900
matartiminn@matartiminn.dev.premis.is